CS Version 1.6 - review Ég ætla að skrifa smá review um næstu útgáfu af cs, version 1.6 (mod) / 1.0.0.6 (retail).
Þessi útgáfa er frekar stórt stökk frá 1.5, og eru vopnin mesta breytingin. Áætlaður útgáfudagur er ekki ákveðinn, en hann verður líklega á fyrri hluta þessa árs. Persónulega býst ég við stórum hlutum af þessu versioni, breytingarnar frá 1.3 til 1.5 hafa ekkert verið sérstkarar, þó leikurinn sé mun skotheldari núna en áður, og sé ég mest eftir að geta ekki hoppað eins mikið lengur. Þó er óstaðfestur orðrómur um að ekki muni hægjast á manni fyrr en eftir 2-3 stökk í röð í næsta versioni, en þar sem ég fann engar heimildir fyrir því set ég það ekki inn, þó ég voni svo sannarlega að orðsporið eigi við rök að styðjast.


Nýjir hlutir
Bæði Terr og CT fá nýtt vopn, auk þess sem CT fær einnig skjöld. Athugið að verð á þessum hlutum er ekki endanlegt.

Nafn: Galil (Bara Terrorists)
Framleiðandi: Ísraelski herinn
Kostnaður: $2700

Ísraelar gerðu þetta vopn á móti hinni útbreiddu AK-47. Hvert hylki inniheldur 32, 5.56mm skot, en það er sama gerð af skotum og M4A1 Colt notar. vopnið er talið líkt AK-47, bara þyngra og þess vegna nákvæmara.


Nafn: Fusil Automatique (Bara Counter-terrorists)
Framleiðandi: Groupement Industriel des Armements Terrestres
Kostnaður: $2500

Sérstaklega hönnuð til að yfirbuga AK-47, þessi byssa mun kosta minna en M4A1 Colt og Alt-Fire möguleikinn verður burst fire (eins og á glock). Burst fire skýtur þremur skotum í einu mun hraðar en hægt er að skjóta þeim venjulega, en smá töf er á milli skothrina. Byssan notar einnig Colt skotin, sem verða þá langalgengust (Hylkið kostar $60, en ak-47 hylki kostar $80). Þetta er opinbert vopn French GIGN (franska víkingasveitin, hægt að velja skin með þeim í cs), og á að vera mátuleg blanda af krafti og nákvæmni.

Ballistic Shield IIIA (Bara Counter-Terrorists)

Skjöldurinn mun bjóða upp á nýja taktík í scrimmum, þar sem hann stoppar ÖLL skot í betunni, þó því verði líklega breytt fyrir útgáfu til að halda jafnvægi milli liðanna. Skjöldurinn virkar eins og aðalvopn (slot 1), og hægt er að kaupa skambyssu með honum. Með skjöldinn uppi er fremri hluti þinn varinn og þú horfir í gegn um lítinn glugga á honum ofanverðum. Svo færist skjöldurinn til hliðar þegar þú tekur upp skambyssuna og þú getur skotið á óvininn. Ekki er vitað hvort hægt verði að taka hann upp.


Breytingar á borðum (maps)

Stærstar breytingar verðar gerðar á hinu sívinsæla mappi de_aztec, öll textures, lýsingar, hljóð endurunnið og gallar lagaðir. Engar breytingar verða þó gerðar á spilanagildi borðsins (layout-i), sem þýðir að borðið liggur nákvæmlega eins þrátt fyrir að líta allt öðruvísi út.
Listi yfir flestar breytingar og screen shots: http://csnation.counter-strike.net/comments.php?id=5016 &hide=true
Nýrri screen shots og nánari upplýsingar: http://csnation.counter-strike.net/comments.php?id=5225 &hide=true

De_inferno fær einnig andlitslyftingu, þó hún verði ekki svona rækileg. Textures hafa verið endurunnin (frábærlega heppnað) og gallar lagaðir.
Nánari upplýsingar og screen shots (must see): http://csnation.counter-strike.net/comments.php?id=5293 &hide=true

de_comrade, eftir Narby, er í prófun hjá Valve og verður kannski sett inn sem offical map í 1.6, en það er ekki vitað.


“Steam”

Steam er kerfi hannað af valve til að geta lagað galla í cs samstundis og passar uppá að við spilararnir séum alltaf með nýjustu fælanna. Dæmi: ef valve lagar galla í 1.6, þá downlodar Steam fælnum sem lagaður hefur verið, setur hann yfir þann gamla og restartar cs. Einnig downlodar Steam möppum og textures fyrir þig ef þú átt þau ekki (þó örugglega bara offical möppum). Til að spila CS 1.6 og nýrri útgáfur verður þú að hafa Steam, en það mun fylgja með þannig að ekki hafa áhyggjur ;)

Steam er hannað til að láta okkur downloda sem minnstu, maður þarf ekki að downloda neinu ef leikurinn hefur ekki verið uppfærður frá síðasta skipti sem þú fórst á server. Steam er ókeypis, eini munurinn er að þú munt ekki þurfa að downloda nýju versioni ef Valve ákveða að setja inn nýtt vopn, þú downlodar þá bara modelinu og .dll fæl sem inniheldur hegðun þess. Á þennan hátt koma update strax til notenda og maður þarf ekki að downloda neinu framar utan leiksins. Ef þið hugsið strax um utanlandsdownload, þá er ég ekki viss um hvaða lausn Valve hafa fundið við því, ef þeir hafa þá fundið einhverja, en þetta kerfi mun ekki láta ykkur downloda mörgum megabætum, því það er hannað til að virka vel, líka fyrir fólk með módem.


ViewDemo

Þetta er VGUI menu sem inniheldur play stop spól og þannig stöff til að skoða demó. Þessi menu er að vísu í 1.5, en honum fylgja margir gallar, sérstaklega uppá “startmovie” möguleikann fyrir okkur sem erum að gera video :D

“Tracker”

Enn einn frábær hlutur við 1.6, þetta er eins konar MSN/AOL Messenger forrit! Ef þú deyrð geturu talað við aðra sem eru inni í counter-strike á sama tíma og þú. Einnig getur þú fundið og skipt um server eins og ekkert sé án þess að fara úr leiknum. Til að komast í Tracker ýtir þú á F1, þessvegna var hann frátekinn í 1.5.
Screenshot: http://csnation.counter-strike.net/images/content/image _1973.jpg


Viðgerðir :)

No sound
Ef þú ferð á desktop óvart í miðjum leik eða ferð á irc þegar þú ert dauður missiru ekki hljóðið þegar þú kemur aftur í leikinn! Eftir 4 ár er loksins búið að laga þennan galla.

Cfg H4x
ex_correct, ex_extrapmax, ex_maxerrordistance op cl_nopred hefur verið læst. Kannski verður ex_interp (málið sem snertir okkur öll :O ) læst á 0.1, en það er ekki vitað. Persónulega finnst mér 0.1 rugl á til dæmis lönum, en allt í lagi að hafa það á serverum (þó 0.05 sé raunhæfara). Það sem ex_interp gerir er töfin í sekúntum sem leikurinn tekur til að jafna út hreyfingar modelanna. Ef maður setur t.d. ex_interp á 0 sér maður óvininn 10 sekúntubroum á undan þeim sem er með ex_interp á 0.1, en þá “lagga” modelin, hreyfast asnalega, og erfiðara er að hitta þau.

HLTV
HLTV mun nota minni bandvídd og laga galla sem tengjast því, t.d. að flashbang virki ekki á serverum með hltv.


Og þá er það komið. Mér finnst ALLT við næsta version vera frábært, nema kannski skjöldurinn (ég sé fyrir mér alla CT-ana skríðandi um allt á bak við skjöldinn sinn :D). Upplýsingarnar eru ekki áreiðanlegar, framsetning og texti er tekið og þýtt af http://csnation.counter-strike.net.

-nMe- Nemesis