Án þess að ég vilji vera með einhverjar neikvæðar meiningar um menn og málefni vil ég biðja menn að athuga eitt þegar þeir kvarta yfir Internettengingunni sinni.

Internetið styður ekki gæðaskilgreiningar. Venjuleg Internetþjónusta er alltaf “best-effort”, þ.e. gögnum er komið til skila á sem bestan hátt, miðað við það álag sem er á tengingum á því andartaki.

Ekki er mögulegt að stýra álagi eða forma traffík, taka eina gerð gagna umfram aðra eða þess háttar í venjulegri Internetþjónustu.

Enda er hefðbundin netnotkun, tölvupóstur, vefur, IRC, FTP og annað þess háttar ekki háð háum pingtíma (miklu latency) eða breytilegum pingtíma og breytilegum bitahraða á tengingunni, þar sem þjónustan er hönnuð með best-effort tengingar í huga. Þó notkun þeirra verði betri og skemmtilegri þegar tengingin er með jafnan bitahraða og lágt ping.

Meira að segja straumar eins og real og windows media taka þetta inn í hönnun sína með því að buffera töluvert magn gagna í spilaranum til að gæði spilunar minnki ekki komi upp jitter á tengingunni.

Það er eingöngu IP-símtöl og rauntímaleikir sem krefjast stöðugrar bandvíddar og lágs pings. Og þar er hreinlega verið að gera kröfur til best-effort tenginga sem þær eru hreinlega ekki hannaðar til að sinna.

Kaupa má tengingar með gæðastýringum og gæðatryggingum. Oftast er um að ræða ATM tengingar eða MPLS IP tengingar. Þær kosta margfalt á við hefðbundnar Internet tengingar miðað við sama bitahraða.

Athugið því að með því að fara fram á tryggt lágt ping og tryggt stöðugt ping og jafnan bitahraða eruð þið að óska eftir tengingum með stýrðum gæðum á verði best-effort tenginga.

Mér þykir simnet með því að taka þessar kvartanir til greina gera ótrúlega vel við lítinn hóp manna miðað við heildafjölda Internetnotenda á Íslandai. Þetta er þjónusta sem ég held að enginn stór Internetþjónustuaðili úti í heimi myndi veita, þar yrðu svörin einfaldlega að ef menn vilja stýrð gæði á tengingarnar, þá verði bara að taka upp veskið og borga fyrir það.

PS : Ég spila netleiki sjálfur, bara ekki mjög mikið :-)