Ég hef reynt að fylgjast með hip hop or rap senunni hérlendis og erlendis frá því 1987. Eftir að hafa hlustað á heilling af góðu rappi og hip hoppi ásamt því að verða þess heiðurs aðnjótandi að sjá nokkrar rap sveitir á sviði, er niðurstaðan sú að rap á ekki heima á tónleikum. Undantekning á því er Quarashi sem voru frábærir í Laugardalshöllinni núna fyrir nokkrum vikum, enda eru þeir með rokk band og eru meira í ætt við punk/rap/rock en hip hop. Þegar ég varð mér til mikillar skelfingar vitni að þessum gjörningi sem Rottwieler settu að svið á undan Quarashi. Þeir féllu í þá gryfju að vera illa æfðir, það er þeir virtust ekki vita hvaða lag væri næst og hringsnérust hver í kringum annan á sviðinu með meir ruglingi en ég hef séð þá gera áður (ég hef séð þá nokkuð oft live). Alltaf hef ég lifað í voninni um að þeir geti verið jafn góðir live eins og platan þeirra er góð. En til mikilla vonbrigða fyrir mig og marga aðra virðist það fara versnandi. Þeir voru samt slappastir í Höllinni um daginn. Lögin voru öll eins, og það var rappað í belg og biðu, hver ofan í annann þangað til að ekkert heyrðist né skildis. Maður vissi varla hvað lag var hverju sinni. Á milli laga gekk Blazroca um sviðið og gargaði “PLO is in tha house” og fleiri hálvitalega frasa á þeim nótum. Einnig fór mikill tími i að rífast í Árna Johnsen, sem þeir gerðu líka á Gay Pride. Það er sorglegt þegar jafn efnilegir strákar og þeir Rottweiler hundar, fara út í það að mæta á svið fyrir framan 4000 manns til að rífa kjaft og eyða jafn miklum tíma í að röfla og hringsnúast milli laga eins og lögin eru löng. Þetta var og er enn ein lélegasta frammistaða sem ég hef séð á sviði. Það var ekkert flæði, þetta var bara nokkrir hundar með míkrafóna og helling af tilgerðar attitjúti á sviðunu. Það væri gaman ef þeir myndu nú æfa sig og bjóða fólki upp á boðlega tónleika, eða einfaldlega sleppa því að koma fram live. Gefa bara út diska. Chosan.