Ég keypti mér rímnamín diskinn um daginn og langar til að gefa mitt álit á disknum

Drykkja(Bent&7berg) Afbrags lag og skemmtilegt efni en það sem mér finnst vanta er aðeins meiri kraftur hjá Össa. Hann er svoldið svona út úr miðað við Bent, annars mjög gott lag

Sækópah(SesarA&Blazroca) Flottur taktur en aftur á móti eyðileggja þeir bræður það með leiðinlegu flæði og bitlausum textum. Eini góði punkturinn við þetta lag(fyrri utan taktinn) er viðlagið, raddirnar á bræðrunum blandast vel saman þarna og út úr því kemur flott viðlag. Ágætt lag en ekki meira

Upp með hendurnar(Afkvæmi Guðanna) Flott lag frá þeim félögum í Afkvæmi Guðanna. Þetta lag eins og önnur lög hjá Afkvæmi Guðanna er öðruvísi. Takkturinn er nokkuð nettur og gott flði sem og skoplegir textar. Afbbragslag með skemmtilegri kaldhæðni.

Rabies CanisCXXXR)Skemmtilegur taktur og afbragsframlag frá rottweilerhundum. Ágætur texti frá Blaz en dettur svoldið úr takt fyrsta versinu. Textinn hjá Bent er flottur eins og venjulega og gott flæði, fínar myndlíkingar og flottar línur eins og “ það þarf að bjarga hip hopi frá þeim sem rappa um að bjarga hip hopi.
Flott lag og skemmtilegt

Púsl(Sesar A og Skapti Ólafs) þegar ég hlustaði á lagið fyrs langaði mér til að henda disknum, hreint út sagt hræðinlegt lag lélegt flæði frá Sesar A þótt að takturinn sé allt í lagi. Leiðinlegt lag og lélegasta lagið á disknum, setur svartan blett á diskinn. Sesar A, bla bla bla bla bla, það eina sem hann kann
er að búa til takta(Steinbítur)

Þegar ég sé mic(Forgotten Lores)SNILLD!!!!!!!!! eitt orð yfir það. Að mínu áliti besta lagið á disknum geðveikur taktur. Flott flæði og flottir textar, algjör snilld.

Hljóðtækinir(Móri) Flottur taktur hjá Delphi og gott lag. Sumir segja að flæðið sé of hægt en ég er ósammála því, því mér finnst þetta flott lag og góður texti og gott flæði. Flott lag

Ef ég væri Jesú(Skytturnar) Ég hef aldrei verið hrifinn af skyttunum en þetta lag er flott framtak hjá þeim. Skemmtilegt umræðefni og flottur taktur. Afbragsgott lag

Vont en það versnar( Vivid Brain) Það sem eyðileggur þetta lag frá því að vera algjört meistaraverk er takturinn, ég er ekki alveg að fýla hann en samt er þetta gott lag því að Jón M bjargar þessu lagi með góðu flæði og skemmtilegum texta. Hefði getað orðið betra lag en gott samt.

Rappari(BB) Afbragslag, flottur texti grípandi og skemmtilegt. Þetta lag er eitt af betri lögum á þessum disk. Textarnir flottir eins og t.d. ”ég þekki strák sem þekkir strák sem þekkkir Bent í rottweiler“ og ”verð bara að muna hana/ því textar mínir eru verr skrifaðir en tracklistinn hjá Afkvæmum Guðanna". Flottur taktur og flott flæði samasem gott lag.

Dagurinn í gær(Diplomatics). Flottur taktur flott flæði og ágætis lag. Meira en eg bjóst við frá þeim. Ágætis lag

Viltu með mér vaka(Mezzias MC) Þetta lag er orðið svoldið þreytt en samt gott, hefði viljað fá eitthvað nýtt frá honum.

Heildarniðurstaða.
Afbrags diskur þó að nokkur lög þarna megi alveg skreppa í burtu.

Dagurinn í gæ