G-Unit að koma til landsins! Eitt heitasta rapp-krúið í dag, G-Unit, er að fara að túra um Evrópu í Ágúst næstkomandi. Ætlar 50 og vinir að stoppa hérna á Íslandi og halda tónleika þann 11.ágúst.


Það er nýfirmað OP-Iceland sem stendur að skipulagningu tónleikanna og eru þeir þessa dagana á fullu að ganga frá ýmsum lausum endum. Undirbúningur hefur farið fram síðan í Janúar og hafa nú samningar náðst við þessa rosalegu grúppu.

G-Unit, eða Guerilla Unit eins og upprunalega nafnið er, samanstendur af 50 Cent, Lloyd Banks, Young Buck og Tony Yayo. Tveir meðlimir eru hættir í upprunalega hópnum og Lloyd Banks er nýjasti meðlimurinn.
Eins og flestir vita þá er 50 Cent búinn að sigra heiminn allt frá því Eminem og Dr. Dre tóku hann undir sinn væng og plata hans, “Get Rich Or Die Tryin” kom út (febrúar 2003) og lagið “In Da Club” dreifðist um víðtæki um allan heim. Allt frá þeim tíma hafa vinsældir 50 Cent risið og frægð hans aukist. Önnur vinsæl lög af Get Rich.. plötunni eru m.a. “If I Can't”, “Heat”, “P.I.M.P” og “21 Questions”.
Stuttu eftir útgáfu 50 Cent kom plata frá G-Unit sem bar titilinn “Beg For Mercy” (Nóvember 2003). Sú plata var með lögunum “Poppin' Them Thangs”, “Stunt 101” og fleiri smellum.
Á þessu ári og því næsta er í áætlun að gefa út einfaraplötur með Lloyd Banks, Tony Yayo, Young Buck og ónafngreindum nýjum meðlim í G-Unit auk annarrar plötu frá 50 Cent sem hann er að vinna í þessa dagana.
G-Unit hefur nú einnig byrjað með fatamerki sem kallast G-Wear þar sem einnig eru í boði bling-bling skraut(skartgripir) og aukahlutir ýmis konar.


Tónleikarnir verða haldnir í Egilshöll verða langstærstu Hiphop tónleikar sem haldnir hafa verið hér 64° norður við miðbaug. G-Unit og 25 manna fylgdarlið lendir á Íslandi á einkaþotu til tónleikahalds miðvikudaginn 11.ágúst.
Miðasala og verð eru enn óljós og upphitunaratriði eru nánast negld niður.

Jæja ég ætla að reyna redda mér miða. þið?

Kveðja
*boggi35*

P.S.
Þessi grein er ekki eftir mig heldur fann ég hana á batman.is og má finna upprunalegu greinina hér:

http://www.batman.is/ut.php?id=58216