Af hverju 50 Cent? Ágætu hiphop unnendur.

Undanfarin 3-4 ár hef ég ekki verið að fylgjast mikið með hiphop-heiminum (allavega ekki eins og fyrir 10 árum), ég reyni þá að skoða það sem mér er bent á að sé gott. Ég hef undrast mismikið yfir vinsældum hinna og þessa rappara, en geri mér þó grein fyrir að einhverjir eru bara strengjabrúður plötufyrirtækja (samanber t.d. Nelly) sem vilja trekkja inn að hiphop æðinu sem hefur tröllriðið hinum vestræna heimi undanfarið.
50 Cent er ansi mikið að rugla mig þessa dagana. Ég ber virðingu fyrir bæði Eminem (sem textasmið) og Dr. Dre (sem pródúser) en á erfitt með að skilja hvað það er sem þeir félagar sáu í 50 Cent (eða var það kannski bara Eminem?). Ég skil ekki textana sem hann muldrar í lögum sínum (og minnir mig þar af leiðandi á hin hræðilega Mase). Einnig finnst mér lítið varið í þá tónlist sem rennur undir rímunum. Er eitthvað vit í hans óskiljanlega muldri? Er ég að missa af einhverju góðu? Er eitthvað að fara framhjá mér sem ætti ekki að vera gera það? Eða hef ég ennþá áægtis skyn og dómgreind á hiphop? Er 50 Cent ósvikin eða er hann strengjabrúða?
Svar óskast.

Góðar stundir.
Góðar stundir.