Styr er góður hestur sem nýtur rólegs fets í snjónum með eiganda sínum, Styr hefur afbragðs lyftu og er góður töltari. Uppáhaldið hans er hey. Styr hefur einstaklega fallega halastjörnu sem heillar hvaða meri sem er enda ljúflingur í alla staði.
Ég og Máni minn frá Móðeiðarhvoli á 2.vetrarmóti Geysis sem var haldið í þvílíkri veðurblíðu á Gaddstaðaflötum við Hellu núna um helgina…
Sumarið í ár er búið að vera hreint út sagt stórkostlegt.. Alltaf sól og blíða, fyrir utan tvö til fjóra daga.. Sem var ekkert að eyðinleggja.. Bara gaman. En þarna er Biskup frá Tungum, 15 ára keppnis hestur, og ég. Algjör bolla..
Meira en hálft ár síðan þetta var tekið.. Á betri myndir af honum.. En þessi var skýrust af öllum myndunum. Fyrir bakvið hann er hann Stígandi..