Máni á 2.vetrarmóti Geysis Ég og Máni minn frá Móðeiðarhvoli á 2.vetrarmóti Geysis sem var haldið í þvílíkri veðurblíðu á Gaddstaðaflötum við Hellu núna um helgina…

það var reyndar svolítið fyndið að ég var búin að skrá mig í áhugamannaflokk en var að vinna í búðinni og komst ekki alveg á réttum tíma og varð sein of missti af þeim flokk, þannig að ég fékk að fljóta með í atvinnumannaflokk :P svolítið spes að keppa með öllum þessum atvinnumönnum, m.a. þá vann Siggi Sig flokkinn :)
Með kveðju frá hestafríkinni…