mig langaði bara að skélla mynd af okkur víst ég fann hana…er samt ekki mjög góð það er 10cm af snjó á vellinum og hún er bara tapeuð..
en þetta er heldur ekki neitt besta mómentið en ég er hættur að afsaka :D
Hæjj ég ákvað að senda eina mynd af hestunum sem verða með í ferðini/reitúrunum í sumar. Galdur er reyndar fyrir alla, en hann þarf ákveðin og reyndan knapa, hann hefur aldrei rokið. Tvistur er hann sem ég ætla að vera með, allavega í reiðtúrunum. Hann er soldið “ryðgaður” eftir veturinn.
Þessa mynd skannaði ég úr bók sem ég keypti mér um daginn, Íslenski hesturinn - litir og erfðir. Þið verðið að afsaka að hún er svolítið óskýr.. en mér fannst þetta bara svo flottur litur, mér hefur sjálfri aldrei svo ég viti hlotnast sá heiður að sjá svona hest þar sem þetta er svo sjaldgæft, og reyndar verð ég að viðurkenna að ég vissi ekki einu sinni að þessi litur væri til áður en ég keypti þessa bók :P Hins vegar sá ég í fyrsta sinn glóbrúnan hest fyrir um 2 árum sem mér finnst rosa flottur litur líka :D