já ég var nýverið að lesagrein í lifandi vísindum varðandi gervigreind og þróunn vísinda í þeim málum. Þessi grein eins rétt eins og flestar greinar sem koma að þessum málefnum síendurtók spurningunna sem margir vísindalega sinnaður hugsa þessa daganna; Munu vélarnar taka völdin?

Mér fannst strax þetta málefni góður þankagangur. Þetta er eitthvað sem mér finnst við verða velta fyrir okkur. Nú þegar er vél hjá fyrirtæki í Ísrael sem hefur málþroska tveggja vetra mannskepnu, þróaðan frá grunni, og því er spáð að 2005 muni hún getað talað á við fullþroska einstakling. Þetta sýnir að vélin hefur öðlast eina dyggð sem fáar lífverur hafa, að læra hugtök. Einnig er til vél sem getur teiknað og hannað, ég sá listaverk eftir þessa vél og ég hef séð mörg misheppnaðri súrrealísk verk. Þarna hefur vél bætt við sig enn einni dyggð okkar, mögulega þeirri merkilegustu, að geta hugsað úr samheingi “abstrakt”. Þessar vélar jafnast ekki enn á við mannsheilann en þróunnin er strax hafin og hver veit hvert hún mun leiða. Verða tölvur einn daginn meðvitaðar, og ef það gerist, munu þær taka völdinn og verða æðasta meðvitaða skepna þessarar jarðar?

Til þess að svara spurningunni þarf nárrúrulega fyrst að skilgreina hugtakið ,,vald“. Ég ætla að leggja fram þá skilgreiningu að; Vald er að hafa möguleika á að eyða tilvist.
Dæmi 1: Marglytta er skepna sem býr í hafinu og eru sumar tegundir þessarar skepnu baneitraðar. Ég get ekki skipað svona kvikindi fyrir en það er samt sem áður ekki hægt að segja að þessi dýr hafi vald yfir manninum. Maðurinn getur alltaf vitsmuni sína (mun hættulegri veiðihæfileiki en eitur) til að fanga merglyttuna og eyða henni. Þegar menn deyja af völdum þessarar skepnu er það iðulega vegna þess að menn sáu hana ekki og bjuggust ekki við henni, en við getum eytt henni sama hvað marglyttan tekur til bragðs. Þetta gefur okkur vald yfir henni.
Við ráðum hver fer illa úr samskiptum okkar.
Dæmi 2: Það geta fáir mótmælt því að Bandaríkin eru voldugasta land heims um þessar mundir. Þeir skipa flestum öðrum þjóðum fyrir og taka ekki við skipunum frá neinum. Svona er staðan en hvers vegna? Skoðum málið nánar. Flestir eru á því að sú þjóð sem er ”best" eigi að ráða, en Bandaríkjin eru í raun samfélag í molum. Heilbrigðis og félagsmál eru varla til, ógrynni þjóðarinnar lifa fyrir neðan hungurmörk, glæpir eru mjög algengir og morð eru tíföld á við það hjá Evrópubúum. Menntun er aðeins á færri mjög fáa og mjög ríkra. Svó nei það er ekki samfélagsbygginginn sem kemur þeim í þessa stöðu. Þeir eru ríkir!! Nei, það fé sam er til staðar í bandaríkjunum er gríðarlegt en velta bandaríkjanna er ekki svo mögnuð. Mörg önnur ríki hafa hlutfallslega miklu meiri veltu. Nú halda án efa flestir að ég fari að koma að hernaði og það er rétt… En bíðum við eru B.N.A sterkastir á því sviðinu? Ég hef þokkalega vitneskju um nútímahernað og ég held að ég geti með sannindum sagt að B.N.A ætti rosalega erfitt með að hertaka skandinavíuskaga með landher, það er vafaatriði hvort þeir gætu það. Almennur hernaður þeirra er sumsé ekkert stórkostlegur. En aðalatriðið er að þeir eiga t.d. Peacekepper eldflaugina sem er nánast ógrandanleg og gæti breytt nær hvaða stórborg sem er í rústir. B.N.A hafa einnig sýnt að þeir hræðast ekki að nota þetta vopn. Þeir hafa möguleikan á að eyða tilvist okkar og þess vegna hafa þeir vald.
Með þessari rökleiðslu hef ég sýnt fram á (að mér finnst, endilega mótmælið)skilgreiningu valds með tilliti til mannlegrar hugsunar.

Við vitum öll að allur heimur okkar stýrist af stafrænum skilaboðum, og við hræðumst að þegar tölvur fara að hugsa óháð því sem við skipum þeim, þá muni þær nota sína kunnáttu á þessu kerfi til að koma okkur á kné. Og kunnátta þeirra mun taka okkar langt fram þar sem þær eiga tilvist á þessum nótum.
Einnig er málmur harðari en hold og erfitt fyrir okkur að berjast við þær taki þær til að ráðast á okkur. Her er eftir allt saman eingöngu félag sem heldur á lofti öðrum dyggðum en samfélagið í heild: Einbeitingu, útsjónarsemi, kaldlyndi og hugrekki. Þetta er gert til að flestir borgarar geti sleppt því að taka þátt í ógeðfeldum aðgerðum. Tölvur myndu örruglega taka okkur fram snögglega í fyrstu þremur hernaðardyggðunum en það væri ekki víst að þær þyrftu þá þriðju, því til að vera hugrakkur þarf maður fyrst að vera hræddur.
Við meðtökum þessar upplýsingar og áttum okkur á því að við gætum verið að hanna okkar eigin herra. Þær gætu komið til með að hafa val um tilvist okkar. Kvikmyndagerðarmenn hafa gert ófáar framtíðarspárnar á einmitt þessum nótunum, en Afhverju? Hvers vegna er framtíðarsýninn alltaf slæm?

Við hræðumst að tölvur með gervigreind komi til með að stofna til hernaðar við okkur, vegna þess að það er það sem við myndum gera. Við gætum ekki verið með annarri tegund í valdastöðu á þessari jörð.
Ég hins vegar býst ekkert endilega við styrjöld þegar vélhugsun tekur okkar eigin fram. Spursmálið er hvort þær koma til með að hræðast okkur eins og við hræðumst þær. Við vitum hvað þær gætu gert okkur, og erum óviss um hvað við gætum gert þeim. En sjáum nú til, þótt þær komi til með að vera eins breiskar og mannskepnan þá þyðir það ekki endilega stríð. T.d. gætum við orðið gæludýr.
Hundar og kettir eru nú til dags eiginlega að lifa frítt og áhyggjulaustmeð okkur, vegna þess að þessi dýr eru hæfilega gáfuð. Þau líkjast okkur í útliti og minna á okkur í athæfi, sem vekur samkennd hjá okkur gagnvart þeim. Þau eru samt engan veginn nógu gáfuð til að okkur stafi ógn af þeim

Til þeirra sem spá svarti framtíð vill ég beina:
Hvað ef við verðum bara hæfilega gáfuð?



p.s. hafði viljað fínpússa en þerf núna að hætta held kannski áfram seinna..