Matarfíkn getur verið stórt vandamál í lífi fólks. OA samtökin hafa lausn við þessu vandamáli sem byggir á 12 sporakerfi AA samtakanna. OA félagar eru karlar og konur á öllum aldri um allan heim sem eiga sér þá ósk að halda sér frá matarfíkn og vilja bera boðskap samtakanna um bata áfram til þeirra sem enn þjást.

OA samtökin standa fyrir ráðstefnu um helgina. Ráðstefnan verður haldin í skátaheimilinu Vífilsfelli, Bæjarbraut 7, Garðabæ að kvöldi föstudagsins 17. nóvember og laugardaginn 18. nóvember.

Við höfum boðið OA félaga frá Bretlandi með margra ára reynslu af OA leiðinni til að koma og deila með okkur reynslu sinni, styrk og vonum.

Allir þeir sem hafa áhuga á að kynna sér málið eru velkomnir að kíkja á opinn fund á föstudaginn frá 20-22, þar mun gestur okkar segja sögu sína og segja frá því hvernig hún fékk bata við matarfíkn.

Nánari upplýsingar er að finna á www.oa.is

Verið velkomin!