Ég hef smá reynslu af creatíni.
Það hefur ekkert að segja ef þú ert ekki að nota prótein með því.
Ég notaði það fyrir svona 1 ári síðan ásamt Herbalife próteini og þyngdist um 8kg á 2mán. Ég var reyndar að nota hreint creatine, Þetta sem þú ert með blandað kolvetnum virkar víst betur.
Þetta virkar sem sagt mjög vel ef þú hefur nóg af próteini og kolvetnum til að vinna úr.
Þú þarft að drekka helling af vatni þar sem creatine bindur helling af vökva í vöðvunum.
Það slæma sem ég hef heyrt um það er að þetta safnist saman í nýrunum og geti valdið varanlegum skaða, ég þori ekkert að fullyrða, ég kýs samt að nota þetta ekki sjálfur þar sem ég er að presentera heilsu á hverjum degi og á mjög áuðvelt með að bæta á mig vöðvum enda búinn að nota fæðubótaefni í 3og1/2 ár.
Besta ráðið sem ég hef er að nota rétt magn jafnvel aðeins minna, taka þetta inn í einn mánuð og sleppa þessu í einn mánuð osfr.
Vona að þetta hjálpi.