ég er 23 ára stúlka (frá og með næsta mánudegi) og hef verið með exem alla ævi. Það eru öruggleg einhverjir hér sem hafa verið með exem litlir en hefur svo vaxið af þeim. Samt gerist það einstöku sinnum að exemið hverfur ekki heldur færist á aðra staði líkamans eins og á útlimina.

Ég er ein af þeim sem exemið hvarf ekki af og undanfarið hef ég verið svo slæm að ég er næstum óvinnufær. Ég er með opin sár útum allan líkaman og þarf að vera í olíu og “bláu” baði daglega. Exemið er komið í andlitið og ég lít ekki sérlega vel út þessa dagana. Það hefur verið hægt að halda þessu niðri með mjög sterkum lyfjum en ég má bara taka þau til skamms tíma í einu og ekkert þessa dagana því ég er að fara í ofnæmispróf of lyfin skekkja niðurstöðurnar.

Ég vil taka fram að þetta er ekki sjálfsvorkunarkorkur/grein því þó mér líð oft illa þá vorkenni ég ekki sjálfri mér því ég hef það svo gott og á svo góða að og ég er mjög heppin að öllu öðru leyti. Mig langar aðallega til að vita hvort það er einvher annar hér sem hefur þennan sama sjúkdóm og líka bara aðeins tala um hann því það er eins og enginn viti um hann, barnaexem á fullorðinsaldri.

Það gæti verið að eftir því sem fram líða stundir þá losni ég við sjúkdóminn og auðvitað vona ég að svo fari, en ég gæti líka verið með hann það sem ég á eftir ólifað. En ég er búin að fá niðurstöður úr litlu ofnæmisprófi og þar segir að ég er með ofnæmi fyrir ýmsum mat eins og maís, hveiti, korni og eitthvað fleira. Einnig er ég með mikið ofnæmi fyrir hundum og köttum, kannski lagast ég núna þegar ég er búin að fá að vita þetta.. ég er líka með eitthvað candida ofnæmi.. læknirinn lagði ekki í að ég færi í meðferð gegn því, það væri svo mikið moj.

En nú er ég byrjuð í ljósameðferð, eftir tvær vikur fer ég í fullkomnara ofnæmispróf og svo sjáum við bara til hvernig fer… ég leyfi mér að vera bjartsýn :) vonandi verð ég ekki bubblegirl…..