Ég lenti í þeirri óskemmtilegu reynslu í gær að vera að vinna við að slá gras með bensínorfi á svæði þar sem er mikið af mýflugum. Ég notaði heyrnahlífar, og af einhverri ástæðu setti ég þær yfir flugnanetið mitt, svo þegar ég hætti var ég eitthvað að klóra mér í eyranu og sé að puttinn á mér verður blóðugur, þá ríf ég af mér flugnanetið og sé að það er líka blóðugt og heill hellingur af flugum sem sitja í kringum þar sem heyrnahlífarnar voru, allar buslandi í blóði. Eru þá ekki djöfulsins flugurnar bara búnar að vera að gæða sér á mér heillengi án þess að ég taki eftir því (100-200 mýflugubit á sama stað er ansi óþægilegt). Auðvitað þreif ég þetta eins vel og ég gat með dóti úr sjúkrakassa, og fór svo og keypti eitthvað krem á þetta í apóteki, en ég hef aldrei verið svona bólginn áður, þetta er gjörsamlega það ógeðslegasta sem ég hef lent í.

Einhver komment eða ráðleggingar?<br><br>Betur sjá augu en eyru.
Betur sjá augu en eyru