Ég var að lesa í Newsweek um nýja rannsókn á heilsugildi berja, sérstaklega dökkra berja eins og bláberja og brómberja. Það er eitthvað í litarefninu sem virkar mjög vel á móti krabbameinsmyndun með því að berjast við “frjálsu radíkalana” í frumunum held ég. Annars eru bláber talin sérlega góð fyrir heilastarfsemina og geta varið gegn ellihrörnun heilans, gott mál enda lítur vel út með berjasprettu. Þetta virðist eitthvað tengjast gildi þess að drekka rauðvín, sem er jú úr þessum dökku vínþrúgum. Svo farið og hakkið í ykkur ber.