Það vill svo til að ég er 18 ára strákur, ég á við eitt vandamál að stríða, það er að ég er 1,86 á hæð og er ekki nema 63 kg. Það munar engu að ég dett í sundur. Núna er ég búinn að vera að lesa greinar á heilsuáhugamálinu?

Og mér langar að fá að vita nokkuð, eru sterar í fæðubótarefni ( er nefnilega á móti sterum )? Hvað kostar fæðubótarefni og hvar fæst það? Hvað þarf ég að gera til að fá stærri læri, kálfa, magavöðva og meiri vöðva á handleggina. ER hægt að kaupa lóð í heilsuverlsunum og hvað kosta lóð? Hvað er æskilegt að lóðin séu þung? Get ég breyst mikið á 1-2 mánuðum?

Það munar ekki miklu að ég get gripið utan um vinstri hendina á mér með lófanum mínum og sú hægri er ekki mikið stærri. Svo eru lærin mín agnarsmá. Ég var að vonast eftir hjálp frá einhverju ykkar.

Ég er búinn að lofa sjálfum mér því að fá einhverja vöðva í sumar. Það mun takast, mér vantar bara smá leiðsögn, með fyrirfram þökkum.