Sælir Hugararar 
Ég er að reyna komast í betra form eins og allir,Var á gainer og kreatín í allt sumar og hef verið að  og bætti nokkrum kg á mig varð alveg mun  sterkari fyrir vikið  en fitnaði líka slatta hef verið að lyfta í c.a 6 ár með mörgum pásum,en núna ákvað ég að snúa við blaðinu og reyna að  minnka fituprósentuna og takmarka vöðva rýrnunina sem mest sem ég veit að gerist þegar menn eru að skera sig niður.


Er að Lyfta 4x í viku  tek allar core 4 æfingarnar Bekk,Deadlift,Squat og overhead press ásamt fullt af öðru.Aldrei verið hrifin af cardio endist allavegana ekki lengi á því en ætla reyna mitt besta að bæta því inn að þessu sinni.Mesta vesenið hjá mér meðan ég hef verið að lyfta er blessað mataræðið prótein inntakan var fín hjá mér en allt sem pabbi eldaði voru einföld kolvetni og í raun mjög næringar snauður matur en ég ákvað í byrjun þessa  mánaðar að fara elda fyrir sjálfan mig og fór að vigta allan mat og telja allar hitaeiningar,prótein,kolvetni og fitu, og ég hef verið að sjá árangur.Er samt mjög ruglaður um hlutföllin í skurði.Sumar vefsíður segja mér að ég þurfi að innbyrða 2g per kg af próteini  meðan aðrar hafa sagt mér að ég þurfi að innbyrða 1,7g per pound hvort er réttara?

Er sjálfur 90 kg og 1,84 cm á hæð  og 29 ára gamall á  og var í mælingu rétt áðan og þar kom fram að ég er 20 % fita.
Fann út að bmr er 2003 hitaeiningar og til að viðhalda þeirri þyngd sem ég er núna þarf ég að innbyrða um 3000 hitaeiningar.Svo gat ég valið á 1 síðu  % hlutföllin á protein,kolvetnum og fitu ákvað að velja 40%p 40%c 20% fat og þar fann ég út að ég þyrfti að innbyrða 310 gr af protein 310 gr af kolvetnum og 70 gr fitu er þetta ekkert alltof mikið magn ?
Og hvað þyrfti ég að minnka hitaeiningar mikið á viku ?Er mjög forvitin um þetta og veit ekki hvar annar staðar ég get fengið þessar upplýsingar  og hjálp ykkar væri mjög vel þegin.

Það sem ég er að innbyrða dags daglega er :
lýsi,protein,banani,haframjöl,möndlur,cashew hnetur,túnfisk í dós,brún hrísgrjón,skyr,egg,eggjahvítur,hrískökur og magurt nautakjöt.Svo er ég að taka með þessu Cla, fish oil töflur,amínó sýrutöflur og svo er ég nýbúin að bæta inn kreatíni frá muscle pharm sem ég vatnast ekki af,

Ef það er eitthvað fleira sem þið þurfið að fá upplýsingar varðandi um sem kom ekki hér fram ekki hika við að láta það flakka im all ears :)