Þegar ég skokka +5km  eða skelli mér á Esjuna þá fæ ég alltaf seiðing og smá verki í kálfana(í lok skokkins eða uppá steini á Esjunni). Er þá jafnvel hársbreidd að fá alltaf krampa í þá. Einhver sem getur sagt með hvað er á ske í vöðvunum ?

Hingað til hef ég passað að vera búin að drekka nóg af vatni og teigja alltaf vel á þeim strax eftir æfingar. Það er samt ekki að muna miklu. Er forvitinn að vita hvort þetta sé eðlilegt, æfingarfélagarnir finna ekkert fyrir neinu í kálfunum á sér.

Ég er 1.80 á hæð, 83kg í góðu formi.