Ég var ekki viss um hvort ég mætti gefa blóð eða ekki. Ég fór í Blóðbankann á föstudaginn og var forvitin útaf því að ég er með óvirkan skjaldkirtil og fæddist með hann þannig. Svo fylli ég út eyðublað, þar koma ýmsar spurningar…hefurðu tekið lyf nýlega (já, ég tók verkjalyf þennan sama morgunn vegna túrverkja) svo seinna kemur önnur spurning: Ertu með einhver einkenni í kirtlum (skjaldkirtill kemur þarna innan sviga hjá þeim) og ég segi satt: Já. Svo kemur hjúkka til að tala við mig og spyr hvort ég sé heilsuhraust (ég átti eftir að svara þeirri spurningu, því ég er ekki viss um hvort heilsan sé alltaf slæm með þennan sjúkdóm eða maður getur lifað eðlilegu heilsuhraustu lífi þrátt fyrir sjúkdóminn, því það er satt um skjaldirtilinn, þó hann sé vanvirkur lifir maður eðlilegu lífi. Hún þakkar mér samt fyrir komuna eftir að ég segi að ég var ekki viss, og hún býður mér hressingu, hollan og góðan mat inni á kaffistofunni…þvílík veisla sem ég fékk af góðum hollum hádegismat :)
Það er svo hlýlegt fólk þarna að mér finnst synd að hafa enga ástæðu til að mæta þarna aftur!!!!!!!