Já … ég var semsagt að pæla hvort að það væri hægt að fá einhverja aðstoð hjá ykkur snillingunum með smá matarplan. Má ekki borða mikið af mjólkurvörum (og alls ekki í morgunmat) og ég borða yfirleitt heitan mat í hádeginu. Útaf þessu hef ég ekki getað fundið neinar skemmtilegar hugmyndir að plönum á netinu (hef ekki efni á að fara til næringarfræðings), ég er semsagt að reyna að léttast og er stelpa ef það skiptir einhverju.

Allar ábendingar eru vel þegnar!:)