Var að spá í því í sambandi við það hversu mikið er hæfilegt að þyngjast. Ég hef heyrt að það sé hægt að reikna með því að bæta við sig 2 pundum af vöðvum á mánuði. En hversu mikið þarf maður þá að þyngjast í heildina til að ná því? Eins og þegar menn eru að þyngjast um 10 kg á mánuði, eru þeir að bæta á sig meira af vöðvum heldur en ef þeir myndu þyngjast um 6 kg á mánuði?

Er semsagt vöðvabætingin alltaf í einhverju hlutfalli við heildar þyngdarbætinguna?