Ég er alveg sammála. Ég var með einkaþjálfara í tvo mánuði fyrir jól og maður lærir mjög mikið af því. Þetta er mjög gott til að koma sér inn í góða rútínu. Maður verður að standa sig að mæta af því maður er að hitta þjálfarann og maður þarf að passa mataræðið af því annars fær maður skammir. Svo lærir maður náttúrulega að gera æfingarnar rétt. Ég mæli með einkaþjálfun, alla vega ef þú hefur efni á því.
ég sem einkaþjálfari mæli eindregið með því. hef sjálf æft hjá einkaþjálfara og geri stundum enn, þó að ég sé slíkur sjálf.. þeir fylgja kúnnanum alveg eftir og ég lofa árangri.. gangi þér vel.
Hvað kostar ca að vera hjá einkaþjálfara ?<br><br><img border=“0” src="http://www.einhugur.com/Linda/images/cathuga.gif“ width=”40“ height=”37“><b><font face=”Monotype Corsiva“ size=”3">Kv. catgirl</font></
Ég var hjá einkaþjálfara og það kostaði 25 þús á mánuði fyrir 3 skipti í viku klukkutíma í senn. Ég held að það sé hægt að fá þetta ódýrara ef maður tekur færri skipti í viku en ég myndi ekki mæla með því ef þú ert ekki vön æfingunum sem þú átt að gera. En eins og ég sagði þá er ekki hægt að verðleggja heilsuna:)<br><br>If it aint broken, dont fix it
Það er um að gera að fá sér einkaþjálfara ef þú hefur efni á því. Það eru rosalega margir sem vita ekkert hvað þeir eru að gera á æfingum og hafa ekkert fyrir því að mennta sjálfa sig öðruvísi en að lesa eitt eða tvö musclemag blöð.<br><br><a href="http://thefatman.is.dreaming.org">http://thefatman.is.dreaming.org</a
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..