Kvöldið, fyrir rúmlega 3 dögum tók ég eftir að ég fékk einhverjar 4 rauðar bólur á mjóbakið bakið, þetta eru ekki graftarbólur eða neitt slíkt svo ég veit ekki hvort það eigi að kalla þetta bólur en þetta lýtur svipað út. Þær eru mjög nálægt hvor annari og eru frekar litlar.

Ég bjóst við að þetta myndi einfaldlega hverfa en það hefur ekki enn gert það.

Er einhver hérna sem hefur hugmynd um hvað þetta getur verið?

Bætt við 27. desember 2010 - 01:23
Það átti auðvitað bara að standa mjóbakið þarna, ekki mjóbakið bakið.