Ég er 17 ára gamall og er búinn að vera í ræktinni núna í 5 vikur og er að lyfta 3 í viku og hlaupa úti svona 2 sinnum í viku. Og ég var að frétta af þessu HIIT sem á víst að vera drullu gott fyrir brennsluna og það er akkúratt sem mig langar að gera. Er 81 kg og langar að fara niðrí svona 76 kíló og svo fara að vöðva mig upp. Hvernig er best að gera þetta HIIT dæmi, bara í gymminu eftirlyftingar? Eða úti og ekki á sama degi og lyftingarnar? Ég er með fituprosentuna 15% samkvæmt einhverri reiknivél á netinu og eftir hvert gym session hleyp ég venjulega í 10 min, 5 af þessum 10 min er á 11km/klst og hitt er eiginlega bara sprettur á 14-15km/klst, ætti ég að replace það fyrir þetta HIIT því mér finnst það dáldið spennandi.
Stjórnandi á /Golf