Sælir. Vildi vita um eitt ef e-r hérna veit eitthvað um þetta.

Málið er að ég tek S3 Sportþrennu, einn dagskammt á dag. Ég geymi þetta alltaf í skólatöskunni, því annars er hætt við að ég gleymi því. En málið er að kassinn verður alltaf rosalega krumpaður og leiðinlegur þegar hann er alltaf að djösnast í töskunni og hólfin á töflunum jafnvel opnast.

Svo að spurningin mín er sú, er endingartíminn sá sami ef maður myndi bara taka töflurnar úr þessum litlu töfluspjöldum og setja þær í lítinn poka sem maður myndi síðan binda fyrir? :)