Þegar ég held á stönginni í hnébeygju þá kemst ég ekki með olnbogana nógu langt aftur (örugglega eitthvað liðleika-issue) til að geta haft úlnliðina beina, þannig úlnliðirnir þurfa að vera beygðir upp sem er örugglega ekki sniðugt. Næ því samt alveg ef ég er með nógu breitt grip en þá snúa framhandleggirnir til hliðar en úlnliðirnir beint sem er ekki þægilegt.

Ég er örugglega ekki sá fyrsti til að hafa þetta vandamál og efa að fólk hafi bara sleppt því að beygja þannig hvað á maður að gera?