Hæhó,

Ég lenti í bílslysi og rústaði á mér bakinu og mjöðminni og svona en mig langar að byrja aftur að æfa (eina sem ég hef gert hingað til er að nota crosstrainer og æfingar sem sjúkraþjálfarinn lætur mig gera).

Vitið þið um einhvern einkaþjálfara sem hefur góða reynslu af að þjálfa “slasað” fólk? Ég er ekkert fatlafól en það er margt sem ég má alls ekki gera. Sjúkraþjálfarinn myndi auðvitað skrifa eitthvað bréf til hans til að útskýra hvernig ástandið er en ég vil ekki fara hvert sem er. Vil að manneskjan hafi vit á hlutunum. Einhver sem maður getur treyst.

Svooo… einhverjar hugmyndir?