Ég er mjög viðkvæm fyrir koffíni, og meira að segja orkudrykkir (eins og til dæmis Burn) láta mig fá of hraðan hjartslátt í ákveðinn tíma.
Mér skilst að flestar svona brennslutöflur byggist að miklu leyti á efnum eins og koffíni, gurana og fleiru í þeim dúr. Er eitthvað sem ég gæti notað sem myndi þá ekki valda hjartsláttartruflunum og rugli?
Áður en þið komið með svarið “farðu bara frekar í ræktina..”, ég er ekki að pæla í þessu í neinni alvöru, ég myndi seint kaupa mér einhver lyf til að grennast. Þetta eru bara svona general vangaveltur.

En, önnur spurning.. Vitið þið um eitthvert gott matarprógram til þess að léttast? Þá meina ég eitthvað sem er ekki allt of flókið (ég nenni engan vegin að fara að borða lífrænan graut úr soyabaunum með fimmtán mismunandi berjategundum, eða eitthvað álíka mikið vesen).
We're all mad here