Ég er búin að fara svo oft í blóðprufu að hjúkkan sem tók á móti mér var HISSA! Þetta byrjaði þannig að ég man að ég gleymdi beiðninni hér á Ak. þar sem ég gisti rétt hjá skólanum, og ég ákvað að mæta bara án þess að eiga eitthvað pantað. Símakonan sagði að venjulega ætti maður ekki að koma svona beint af götunni heldur hringja með fyrirvara en ég fékk undanþágu (var svo kurteis og hef oft fengið undanþágur hvar sem ég fer ;) )
Hjúkka, sem ég þekki lítillega, tók á móti mér að talaði viið þennan forfallalækni sem ég hef aldrei farið til en á eftir að gera, og hann sá í tölvunni hvað ég hef farið oft í blóðprufu og fannst það skrítið. Ég sagði bara sannleikann:“Ég er búin að vera í miklu ójafnvægi, veit ekki af hverju”. Æi, mér leist vel á þessa sem leysti af á undan honum, get ekki dæmt fyrirfram því ég þekki hann ekki, en þarf alltaf að vera að segja nýjum og nýjum læknum allskonar ástæður fyrir hinu og þessu. Það er svo þreytandi! Þetta var auðvitað allt útaf skjaldkirtlinum eins og venjulega :/