Skyndilega svona seinustu 3 vikur hef ég fengið rosalega mikinn þurrk og dauðri húð á hendur og fætur á mér, fingurgómarnir á nokkrum puttum eru orðnir mjög skrítnir, hálfvegis eins og rúsínuputtar og krumpaðir með auka ‘línum’. Einnig hefur meira sigg að mér sýnist myndast á iljunum á mér.

Mér datt í hug að þetta gæti verið A vítamín skortur og er búin að vera að taka töflur en enginn munur eins og er.

Einvherjar hugmyndir af hverju þetta stafar eða hvað ég get gert í þessu?

Takk takk
kveðja Ameza