af hverju er svona mikið talað um það að það sé hættulegt að vera of mikið úti í sólinni? Er það ekki nokkurn veginn það náttúrulegasta sem þú gætir gert að eyða öllum deginum úti í sólskininu? ég vil meina að við ættum frekar að varast öll þessi efni sem eru sett í sólarvarnir og sólarolíur og bara njóta þess þegar sólin kemur að hafa hana til að ylja okkur.

mér finnst það samt heimskulegt að liggja í sólinni klukkustundum saman bara til að reyna að verða brúnn, ég vil frekar bara vera léttklæddari yfir daginn (gera það sem ég geri venjulega). Það er þægilegt, og brúnkan er svo aukaafurð.