Maður á nokkra gamla góða boli sem maður heldur uppá en vill ekkert henda. Þetta er Nike bolir úr gerviefnum.
Ekki að það þeir séu rifnir og slitnir :) heldur er komin í þá svona langvarandi svitalykt/fynkur sem situr eftir þvott(alveg sama hve langan þvott, forþvott eða með bio spray)
Og svo blossar þessi lykt upp þegar maður byrjar að æfa og kæfir sjálfan sig og aðra.

Bara spá hvort aðrir hafi lent í þessu og náð lyktinni úr með einhverjum sniðugum leiðum.

ps. ekki kalla mig nýskan og segja mér að kaupa nýja boli :D ég á alveg nýja boli, held bara uppá þessa ;)