Já veit ekki hvort það hefur komið fram hér en Mariusz er að fara að berjast aftur í MMA. Bardaginn verður 23. apríl í USA á móti Tim Sylvia sem er fyrrum (legg áherslu á fyrrum…) heavyweight champ í UFC, en það er laaaaaaangt síðan það var (þó það séu ekki nema 3 ár síðan en þið vonandi fattið).

Tim Sylvia er búinn að vera ömurlegur, alveg öööömurlegur, síðan hann tapaði beltinu í UFC. Hann hefur m.a. tapað fyrir Ray Mercer (47 ára gamall boxari…) á 9 sekúndum. Fedor chokaði hann á 30 sek og einhvern tímann skeit Tim á sig í bardaga.. bókstaflega.

Timmy gamli hefur í raun ekki mikið nema gott jab (er 2 m á hæð og því með langt reach) þannig að við erum ekki að fara að sjá einhver frábær takedown og spörk. Það er ekki alltaf sami Timmy sem mætir í bardaga. Ef Timmy æfir vel fyrir bardagann hef ég trú á að hann geti rotað Mariusz og byrjað að rífa ferilinn upp á við aftur, en ef hann mætir í shitty formi og með bumbu eins og hann hefur verið að gera undanfarið þá gæti Mariusz unnið hann. Vona bara að Timmy hætti ef hann tapar.
Undirskriftin mín