Komið þið öll blessuð og sæl,

Ég ætla að minna á að sjálfshjálparhópur Geðhjálpar er enn starfandi og hefur verið það síðan 2002 þegar ég stofnaði hópinn. Hann hittist öll miðvikudagskvöld kl 20 í húsi Geðhjálpar, Túngötu 7. Gaman væri að sjá ykkur félagsfælna og fá ykkur til að hjálpa til við að halda hópnum gangandi en við erum öll sammála um að mikilvægt sé að hafa úrræði eins og hann virk. Það gerist ekki nema fólk mæti og nýti sér hópinn. Jón Gunnar Hannesson hefur haldið hópnum úti frá 2005 ásamt góðu fólki, þegar ég hætti, en nú er ég byrjaður aftur.

Ég vonast til að sjá einhver ykkar á miðvikudaginn eða næstu miðvikudaga en ég er að byrja að auglýsa hópinn á netinu og lífga hann aðeins við, en það veitir ekki af því.

Getið þið látið mig vita af stöðum á netinu þar sem félagsfælni er rædd og hafa upplýsingar að geyma?

Bestu baráttukveðjur,
Elís V. Árnason