Þegar ég fer út að hlaupa verður mér alltaf illt vinstra hnénu eftir að hafa hlaupið í svona 5-10 min og sársaukinn eykst bara og stigmagnast eftir því sem ég hleyp síðan lengur, og er yfirleitt orðinn svo slæmur eftir 20 min að ég get ekki meira. Ég finn síðan smá fyrir sársaukanum eða eymsli í hnénu restina af deginum (mest þegar ég labba upp eða niður stiga) og oft smá daginn eftir líka.

Ég labba og hljóla slatta og það er allt í lagi. Þetta kemur bara þegar ég hleyp.

Ég er ekki of þungur, en hinsvegar á ég ekki hlaupaskó og nota í staðin einhverskonar alhliða íþrótta-/leikfimisskó (með frekar þykkum botni, hugsanlega eru þetta hlaupaskór, þetta eru einhverjir Puma Cell), ég veit ekki hversu miklu máli það skiptir.

Ég vil helst ekki eyða pening í dýra hlaupaskóla nema ég viti fyrir víst að þeir lagi þetta vandamál því ef þeir gera það ekki þá sit ég uppi með hlaupaskó sem ég get ekki notað.

Vitiði hvort ég ætti að fara til læknis, hjúkrunarfræðings eða hugsanlega sjúkraþjálfa til að láta tékka á þessu?

Hefur einhver hugmynd um hvað gæti verið að og hvað er hægt að gera í þessu.