Ég fer svona oftast að sofa klukkan hálf 11 á virkum dögum og vakna klukkan 7 og um helgar er það mjög mismunandi. En já allavegana ég er 16 ára og 8 og hálfur tími ætti að vera nóg svefn samt er alltaf þreyttur á daginn ALLTAF það kemur ekki sá dagur sem ég er ekki þreyttur og ég legg mig yfirleitt áður en ég fer í ræktina og ég fer í ræktina 5 sinnum í viku og það er svo böggandi að þurfa alltaf að leggja sig og vera alltaf þreyttur og oftast alveg orkulaus, er einhver með ráð?