Ég reif liðþófann og fór í aðgerð útaf því, þá kom í ljós að hann var rifinn 2X og ein nibban var tekin en stór rifa saumuð. Það er búið að vera að komast í ljós að þessi aðgerð virkaði ekki. Núna er allt útlit fyrir það að það þurfi að taka liðþófann endanlega og þar sem að ég er mjög virk í íþróttum vil ég endilega fá að vita um einhverja sem hafa lent í því að láta taka liðþófann og hvernig það hefur gengið bara allt til dagsins í dag.

Bætt við 1. janúar 2010 - 02:13
og já þetta er hægra hnéð á mér…