Hæhæ ! Ég er 15 ára stelpa og langar til að styrkja mig. Ég er ca. 163 cm og 55 kg. Ég er í fótbolta 3x í viku, aerobici eða tae bo + að lyfta 2 x í viku, en hef reyndar ekki verið eins dugleg að mæta undanfarið heldur farið frekar á bretti. Það er auðvitað líka góð hreyfing. Ég borða ekkert nammi, hætti því um áramótin, en hinsvegar er ég ísfíkill. Fæ mér ís á hverjum degi að meðaltali hálfan líter !! Er að fara að venja mig af því því ég er farin að bæta á mig ! =/
En hvað get ég gert til að styrkja mig ? Hvernig ætti mataræðið að vera ? Ég veit það svona nokkurn veginn miðað við önnur svör sem ég hef lesið en ég get ekki farið eftir e-u sirka ! Þyrfti að fá helst plan sem ég get farið eftir…
Getiði gefið mér ráð til að styrkja mig eða sagt mér til hvers ég get leitað til að fá gott æfingaplan ?! LAngar mest að styrkja magann og fá flotta kvið- rass- og handleggsvöðva. LAngar líka að losna við fituna um mittið/magann !
Takk, takk ! =)