Er satt að það sé mjög algengt að maður fitni á þunglyndislyfjum? Hefur einhver verið á Zoloft (eða Sertral sem er samheitalyfið) og fitnað? Hef alltaf verið lítil og grönn og er skíthrædd við að fitna á þessu lyfi. :(
Og já er ekki hægt að gera eitthvað til að koma í veg fyrir að maður fitni, semsagt hreyfa sig og breyta mataræðinu? Mér skilst að það sé oft rosalega erfitt að losna við lyfjafitu.

Nenni ekki að spurja á doktor.is því þá þarf ég að fá mér notendanafn og eitthvað shiz.

Bætt við 5. nóvember 2009 - 02:56
Er nú reyndar búin að lesa mér svolítið til um lyfið, las m.a. að það séu litlar líkur á þyngdaraukningu eða að það væri sjaldgæf aukaverkun. Finnst bara betra að heyra það frá einhverjum sem hefur reynslu.