Fyrir c.a. 4 mánuðum síðan ákvað ég að þetta gengi ekki lengur og ég yrði að fara að hreyfa mig meira. Ég ákvað að byrja að hlaupa á hverjum degi, borða minna og svo fyrir svona 2 mánuðum fór ég (aftur) að byrja að lifta.

Ég setti mér það markmið að missa svona 1 kíló á mánuði og þannig vera búinn að léttast um 5kíló á 5 mánuðum.
En viti menn núna eru 4mánuðir síða og ég er ekki búinn að missa EITT kíló og ég lít nákvæmlega eins út og ég gerði þegar að ég byrjaði að æfa. Ok, ég get kannski hlaupið meira enn ég gerði (reyndar svolítið mikið meira) en það er líka það eina sem er búið að gerast!
Svo sá ég bækling frá þarna líkama fyrir lífið gaurinn um einhverja áskorunn um að maður borðar einhver fæðubótar efni í 12 vikur og þá á maður að missa svo og svo mikið af kílóum. Svo er möguleiki að fá einhvern smá pening ef manni gengur mjög vel (einhverjar 10 millur, en mér er alveg sama um það).

Ég er satt best að segja orðinn frekar fúll á því að hreyfa mig án þess að það beri neinn árangur svo að ég er að pæla í því að prófa þetta. En ég er að sjálfsögðu svolítið tortrygginn á þetta allt saman. Ég er mest hræddur um að þetta sé einhver auglýsinga brella því að mér þykir þessar sögur sem fólkið segjir sem er búið að prófa þetta svolítið ótrúlegar.
Þannig að ég var að pæla í því hvort að það væri einhver sem vissi hvort þetta væri bara prump eða virkarði í raun og veru…