fyrir nokkru síðan gerði ég þráð þar sem ég bað um hjálp um sona allmennt prógramm sem ég gæti notað án þess að fara í ræktina eða nota tæki eða lóð.

síðan var ég að lesa og var að pæla hvort að ég ætti að skipta því þannig að ef ég t.d. tek armbeygjur og upphýfingar og þannig á mánudegi þá geri ég það ekki aftur fyrr en á miðvikudegi. tek þá þriðjudag í uppsetur og magaæfingar og þannig.

held allavegana að þetta sé rétt hjá mér en spurningin sem ég vildi spyrja er: virkar þessi regla líka með cardio (hlaup,hjól og þannig). má ég stunda þannig æfingar á hverjum degi án þess að það komi niður á árangri???

takk fyrir öll svör.