Ég var í Boot Camp í þrjá mánuði í sumar og fannst það algjör snilld :) Mig langar meira en allt að byrja aftur en eins og staðan er núna hef ég ekki efni á því :(

Verð samt að fara að hreyfa mig, ætla bara að gera það sjálf enda er það ókeypis :)

Er einhver með góða hugmynd um líkamsræktarplan fyrir mig? Ég á hjól, pilates dvd og dvd með afrískum dönsum ef það hjálpar…
Væri frábært ef einhver kæmi með drög að prógrammi fyrir mig, er svo léleg í að skipuleggja mig á þennan hátt.
Ég er frekar nett, lágvaxin og grönn en maginn og lærin mættu samt alveg vera grennri og stæltari t.d.

Aðalmarkmiðið mitt væri að minnka ummál og styrkjast.

Ég afsaka ef svipuð spurning hefur komið milljón sinnum áður, ég er þreytt og nennti ekki að leita…

Kveðja
NoAngel
Ég finn til, þess vegna er ég