Nú eru ýmsar ljósabekkjastofur á höfuðborgarsvæðinu – en hver er best?

Ég fékk brúnku í sumar á því að vera úti í sólinni og mig langar að viðhalda henni í vetur (auk þess vil ég auka Vitamín-D framleiðslu m.a. til varnar skammdegisþunglyndi). Ég hyggst því stunda ljósabekki í hófi, og gera það eins heilsusamlega, en þó áhrifamikið, og ég get.
Hvar er best að baða sig og hvaða aðferðir er best að nota? Vinsamlegast ekki mæla með gervibrúnku hér því ég hef engan áhuga á henni. Sleppið líka þessu krabbameinstali sem flestir hafa heyrt.

Er gott að fara í sánu (sauna) fyrir eða eftir? Ætti ég að þrífa húðina ehð sérstaklega, skrúbba hana? Hef áhuga á að nota ehr olíur og slíkt líka, en bara ef það er ‘lífrænt’ (engin eituraukaefni).

Vinsamlegast deilið reynslu ykkar. :)
Mortal men doomed to die!