Ég er antisportisti og er þar af leiðandi að svíkja félaga mína með því að snúa mér að dálki ykkar, heilsu. En ég á við vandamál að stríða. Ég er u.þ.b sjö kílóum of þungur og á við baverki að stríða í neðri hluta baksins, sextán ára gamall. Ég hata að hreyfa mig. Tilhugsunin að labba eitthvert, fara í sund eða hanga inni í einhvers konar æfingarhúsi gives me the creeps. Vegna þess að ég hreyfi mig aldrei vantar alla vöðva í bakið og hryggurinn tekur allt einn og sér.

Núna þarf ég að hætta þessum aumingjaskap og fara að hreyfa mig, laga mataræðið og allt. Getiði hjálpað mér? Hvernig byrja ég?