Ég veit að það var alls ekki illa meint hjá stelpunni/konunni (26 ára) sem er með mér í bekk því venjulega missir hún orðin út úr sér án þess að hugsa nánar útí það hvernig þau eiga að koma út, en við vorum að tala um krabbamein í gær. Ég sagði henni að mamma mín væri í meðferð sem er alveg að verða búin, en þá segir hún:“Já, þá á mamma þín eftir að deyja úr krabbameini”.

Ég fékk andlegt sjokk en þar sem ég þekki hana, þá sagði ég ekki neitt en hún sá hvað mér brá og sagði:“Æi, þú veist hvað ég er að tala um, krabbameinið felur sig og getur komið aftur hvenær sem er”.

Ok ég veit það, en mér leið ekkert voða vel yfir því að hún skuli hafa sagt þetta!!!! Ég er ekki enn búin að jafna mig og ég er með þeim áhyggjufyllstu í heimi þegar talað er um sjúkdóma og var líka áhyggjufull allan meðferðartímann hennar. Aðstandendur finna líka fyrir þessu en sjúklingarnir eru að díla við MIKLU meira en þeir. Hvað segið þið? Ég er allavega sjúkdómahrædd og það MÁ EKKI SEGJA MÉR STAÐREYNDIR SJÚKDÓMANNA!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!1 Ég fæ þvílíkar martraðir!!!!!