Þannig er mál með vexti að ég var að æfa axlir fyrir ca 2 og hálfum mánuði síðan og var að gera “dumbell lateral raises” (veit ekki íslenska heitið á þessu)og fann svo verk í úlnliðnum þegar lóðin voru sem hæðst.
Eftir þetta hef ég verið með verk í úlnliðnum ef ég sný hendinni á vissa vegu eða nota hana á hátt sem reynir á liðinn.
Er búinn að fara tvisvar til læknis, sá fyrri hélt að þetta væri mögulega sinaskeiðabólga og sagði mér að kaupa og nota spelku um hendina sem ég geri. Sá seinni vildi meina að þetta væri tognun og sagði mér að nota spelku og taka íbúfen.

Það eru samt að verða komnir þrír mánuðir síðan þetta skeði og finn ég enþá fyrir þessu, eitthver lent í svona áður? =/