Ég hef lesið hana tvisvar og ég get sagt þér að þessi bók bjargaði lífi mínu (tjah.. opnaði allavega augu mín).. Ég missti 16 kg þegar ég fór að fylgja því sem Venuto predikar. Ef þú veist lítið um næringu og útreikninga á orkuþörf og þess háttar þá er þetta mjög góð bók. Venuto hefur mjög þægilegan ritstíl og fer mátulega djúpt í efnið án þess að gera það flókið og leiðinlegt. Ég er líka meðlimur á burnthefatinnercircle.com og finnst það mjög gott fyrir “motivation” og einnig finn ég þar svör við öllum mínum spurningum.. Ég eyði svona 30-60 mín á þeirri síðu á dag, enda hafsjór af upplýsingum.. og síðast en ekki síðst þá var ég að panta nýju bókina hans sem er hardcover og heitir The Bodyfat Solution. Hún snýst meira um andlega þáttinn, s.s. markmiðasetningu og motivation (íslenska orðið er alveg dottið úr mér), og bíð ég spenntur eftir henni, enda er það andlegi þátturinn sem sker úr um hvort menn ná árangri eða ekki.
Þannig að já, ég mæli 100% með þessari bók.