Vissuð þið að sýklalyf milliverka við getnaðarvarnapillur?

Í Bretlandi er mikið um að ungar stúlkur verið þungaðar þrátt fyrir að vera á pillunni & í flestum þeim tilfellum hafa þær tekið sýklalyf með pillunni þannig að hún hætti að virka.

Skandallinn er sá að þessar stelpur voru ekki látnar vita af þessu- samt vita þetta allir læknar. Ég minntist eitthvað á þetta við vinkonur mínar um daginn & þær komu af fjöllum- flestar þeirra höfðu fengið lyfseðil uppá sýklalyf en engin hafði verið látin vita af þessari milliverkun- Hvað er málið, af hverju segja læknar ekki frá svona löguðu?!