Málið er að mig hefur lengi vantað líkamsræktarfélaga, fæ aldrei neinn með mér (allavega ekki í þá stöð sem ég vil vera í), og ég bara hef ekki agann til að fara ein í ræktina, finnst það svo leiðinlegt… En anyway, nóg komið af kvarti :) Ég er alltaf að leita að einhverju skemmtilegu námskeiði sem hentar mér. Hef stundum verið að spá í að fara í Boot Camp en ég efast stórlega um að ég sé í nógu góðu formi til að geta þolað það (þó að margir segi að Boot Camp sé fyrir alla). En svo frétti ég af þessu grænjaxlanámskeiði sem þeir eru líka með og ég var að spá hvort þið vitið hvernig það er, hafið þið prófað það eða þekkið þið einhvern sem hefur prófað það og þá hvernig fannst ykkur/þeim það?

Bætt við 15. júní 2009 - 19:31
Never mind, búin að skrá mig í Boot Camp (ekki grænjaxladæmið) og fékk vinkonu mína með mér :D Wish me luck!
Ég finn til, þess vegna er ég