Ég var að tala við vinkonu mína í gær og vorum að spjalla um ýmsar heilbrigðisstéttir. Hve margt væri dýrt og væri eiginlega alveg óskiljanlegt.

Ég er t.d hjá kírópraktor og hann kostar 1700 hver tími. En jæja þetta svínvirkar og ég læt mig hafa þetta til að koma bakinu á mér í lag.
Þetta er ekki niðurgreitt af tryggingastofnun sem mér finnst fáránlegt því sjúkraþjálfarar eru það en mér fannst þeir ekkert gagn gera mér.

Hún fór svo að segja að vinkona hennar væri hjá sálfræðingi eftir að hafa hætt í löngu sambandi og að hún væri að borga á bilinu 4000-5000 fyrir hvern tíma !!

Ég segi nú fyrir mitt leyti að alveg sama hve illa mér liði ég myndi nú frekar reyna að láta mig hafa það eða finna einhverja aðra leið en að borga svona mikið. Sérstaklega þegar maður þarf nú að fara frekar reglulega og oft til sálfræðings ef maður er að því á annað borð. Ekki er þetta lengi að hlaða upp á sig.

Hafiði einhverja reynslu af þessu ? Eru allir sálfræðingar svona dýrir og hvað með geðlækna ??

Mér finnst dáldið erfitt að kyngja þessu. Að maður þurfi að vera milli til að hafa efni á að koma geðheilsunni í lag.

Kveðja,
Kisustelpan